Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 146
140 Prospcr Mcrimc'e:
þoku fyrir þeim, og geta þeir eigi greint nokkurt
andlit.
A básætinu, er konungur var vanur að sitja í, er
hann ávarpaði þingheiminn, sáu þeir blóðugt lík,
íklætt konungsskrúða. Til hægri hliðar stóð baru
með kórónu á höfði og veldissprota í hendi. Yinstra-
meginn hallaðist aldraður ínaður, eða rjettara sagt
önnur vofa roskinleg, upp að hásætinu. Hann hafði
yfir sjer viðhafnarskikkju, aðra eins og þá, er ríkis-
stjórar báru forðum daga, áður en Gústav Vasa gerði
landið að konungsríki. Gcgnt í móti hásætinu sátu
nokkrir menn með mjög alvarlogu og stranglegu
yfirbragði, með síðar skikkjur yfir sjer svartar, og
þótti þeim sem það mundu vcra dómarar ; fyrir
framan þá var borð, alþakið stórum doðröntum og
bókfelli. Milli hásætisins og þingpallanna var högg-
stokkur, lnilinn sorgarblæju, og lá öxi hjá.
Svo var að sjá, sem enginn maður í þessum yfir-
náttúrlega þingheimi vcitti þeim konungi og fjelög-
um hans neiua eptirtekt. Fyrst þegar þeir komu
inn, heyrðu þeir ekki annað on einhvern suðancii
klið, en engin orðaskil; síðan stóð hinn elzti af
dómurunum í svörtu skikkjunum upp, sá, sem út
leit fyrir að gegndi forsetastörfum, og sló hendinni
þrem sinnum á doðrant, er lá opinn fyrir framo.n
hann. jpá varð steinshljóð. þá lukust upp dyr í
öðrum enda salsins, gegnt þeim, er þeir Iíarl lcon-
ungur höfðu komið inn um, og komu þar inn nokkrir
ungir menn, gervilegir og vel búnir, en höndurnar
bundnar á bak aptur. þeir gengu hnakkakertir og
með rósamlegu yfirbragði. A eptir þeim gokk mað-
ur í mórauðum skinnfeldi, sterklega vaxinn, og