Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 162
156
Karl M. Meyer:
þá orðnar þyngri. Bf skýin kólna enn þá meira,
þá falla blöðrurnar saman, og úr þeim verða drop-
ar, og þeir eru svo þungir, að þeir geta oigi svifið
í loptinu, heldur falla niður.— það rignir.— Ef nú
hitinn rjenar allt niður að klakamarki, verður regn-
ið að snjó. Bakinn úr loptinu getur komizt til
jarðarinnar á enn einn hátt, er vjer nefnum hagl;
hvernig það myndazt, hefir mönnum eigi enn þá
tekizt að útskýra svo, að líldegt sje.
Til að tákna, hve mikill raki hefir borizt að ein-
hverjum vissum stað á jörðunni, sem snjór, regn og
hagl, eða með öðrum orðum ákveða úrkpmumegnið,
er sagt, að sá og sá staður hafi svo og svo margra
þumlunga úrkomu, og er þá átt við, aðefþaðvatn,
sem fallið hefir á jörðina með úrkomunni, hefði legið
kyrt á yfirborði jarðarinnar heilt ár, þá væri það orðið
svo eða svo margra þumlunga djúpt. þetta úr-
komumegn er, eins og leiðir af sjálfu sjer, mjög
misjafnt á ýmsum stöðum jarðarinnar. jpannig eru
injög stórir Jaudíiákar um upplendi Asíu og Afríku,
sem eigi kemur nokkur vatnsdropi á í mörg ár í senn,
og þar af leiðandi er allt dýra- og jurtalíf þar því
nær útdautt. Aptur á móti er úrkoman á sumum
eyjmn við Ameríkustrendur 280". I Iíaupmanna-
höfn er úrkoman 22", og á öllu Sjálandi er úr-
koman rnjög lík, og er þá hægt að reikna út, þegar
tokið er tillit til stærðar eyjarinnar, að á Sjáland
rignir, snjóar og heglir nær því 30,000 miljónum
tunna af vatni ár hvert.
Af þessu ofurmegni vatnsins, sem þannig ár út
og ár inn fellur á jörðina, er talið svo til, að hjer
um bil j,- hluti sígi niður í jörðina, en hinir §