Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 284
278 N. Ncorgaard:
blóð verkmannsins í úlpu sinni og spjátrungsins í
litklæðum sínum.
Hvað var tilefnið til þessara liræðilegu víga ?
Var það gert að fyrirhuguðu ráði, eða varð það af
hendingu, eða var dutlungum eins manns um það
að kenna? jpað er eigi fullsannað enn, og verður
að líkindum aldrei. Eithöfundar úr fiokki Bóna-
partista hafa fullyrt, að skotið hafi verið að fyrra
bragði á liðsmennina í hægra fylkingararmi, úr
gluggunum beint á móti, áður en þessi morð voru
framin. |>etta er þó mjög ótrúlegt, og liefir aldrei
sannasit, og þó að nokkrum skotum hafi verið skot-
ið á liðið hægra meginn, þá er eigi hægt að skilja
eða afsaka morðvíg meðfram allri röðinni, sem stóðu
í 20 mínútur.
A hinn bóginn hryllir mann við að trúa því, að
farið liafi verið eptir fyrirhuguðu ráði, og þeir, sem
það hafa sagt, liafa eigi getað fært sönnur á mál
sitt. þ>að eitt er víst, að herliðið hefir fengið
skipun um, að fara eigi of vægilega í sakirnar við
þyrpingarnar á »les Boulevards». A þessum títna,
sem hjer ræðir um, voru þeir samkomustaður hinna
frjálslyndu borgarmanna, er Loðvík Napóleon og
vinir hans hötuðu, þvx að þeir vissu fyllilega, hversu
skoðanir þeirra voru fjandsamlegar þeirn í stjórnar-
skrárárrofinu. Vjer höfum þegar sjeð af frásög-
unni um viðburðina 3. desember, hversu stranga1’
skipanir herliðið hefir fengið með tilliti til »leS
Boulevards», og vottur þess or sú skipun, el’
Morny, skömmu áður en vígin hófust, sendi hinum
æðsta hershöfðingja. »Jeg læt, samkvæmt skýrsl"
um yðar, loka samkomustöðunum á »les Boulö'