Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 68
62 Hvað sagt er um oss á bak.
ómerkileg í raun og veru. Útlendingarnir standa
flestir svo stutt við á íslandi, að það er ekki yon
að þeir geti lesið landið og þjóðina niður í kjöl-
inn. Auk þess vantar inarga þeirra menntun til
að dæma sanngjarnlega um okkur. jpað er t. d.
hætt við, að þeir, sem hafa verið í stórborgum alla
æfi, dæmi allt eptir borgalífinu, og er ekki við
því að búast, að þéim finnist mikið til um bæina
á Islandi hjá stórhýsum þeim, sem þeir sjá dags-
daglega, og búa ef til vill í, o. s. frv. Aptur eru
sum ritin mjög merkileg, og skýra frá ýmsu, sem
við vitum lítið um, t. d. ýmsu, sem snertir nátt-
úrufræði Islands, en í sumum éru bendingar um
ýmislega háttu okkar, sem við erum svo vanir, að
við tökum varla eptir þeim.
En þó lítið sje að græða á mörgum ritum um
lsland í raun rjettri, þá eru þau þó öll all-merki-
leg fyrir okkur, því eptir þeim fer álit almennings
í útlöndum um okkur, og er sannarlega ekki lítið í
það varið, að útlendingar telji okkur með siðuðum
þjóðum, en ekki með skrælingjum. Eeyndar munu
flestir telja okkur með siðuðum þjóðum nú orðið,
svo ferðabækurnar gera hvorki til nje frá að því
leyti; en mikill munur er á þjóðunum, þó siðaðar
sjeu. Og ef útlendingar vilja vita, hvort við erum
vel eða illa siðaðir, ef svo má að orði kveða; hvort
við erum menn með mönnum, eða slóðar, slæping-
ar og sóðar; þá fletta þeir upp í ferðabókum og
öðrum ritum uin Island, og trúa því svo eins og
biflíunni, sem þar stendur, hvort sem það er satt
eða ósatt. Jpeir liafa ekki annað við að styðjast;
því fæstir útlendingar vita nokkuð um Ísland uf