Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 224
218 forvaldur Tboroddsen :
vanalega eru þau þar, sem vindur blœs, öll tætfc í
sundur í smátrefjur svo þúsundum skiptir. þar
sem vjer vorum staddir utan í snarbrattri íjalls-
hlíðinni, sáum vjer niður í djúp dalanna í kring,
og hátindar miðfjallauna risu svo bratt, að nema
mundi 60°, og huldu kvöldhimininn hálfan. þaðvar
fögur sjón, að horfa á, hvernig hinir yztu og hæstu
fjallatindar hurfu smátfc og smátt, eptir því sem
skyggði af nótt. Aður en vjer lögðumst til svefns,
fjell eldri Tahiti-búinn á knje, og baðst fyrir; las
liann langa bæn á móðurmáli sínu með aptur aug-
un. Ilann baðst fyrir eins og kristnum manni
sæmir, með þeirri alvöru, er vera ber. þegar vjer
borðuðum, snerti hvorugur þeirra matinn, fyr en
hann var búinn að hafa yfir stutta borðbæn. jpeir
útlendingar, sem Iialda, að Tahiti-búar biðjíst ekki
fyrir nema þegar kristniboðarnir hafa á þeim aug-
un, hefðu átt að vera þessa nótfc hjá okkur hjerna
utan í fjallshlíðinni.— Eyrir sólaruppkomu var helli-
rigning, en banan-blaða-þakið skýldi okkur, svo við
vöknuðum eigi.
Næsta rnorgun matreiddu vinir mínir morgun-
verðinn á sarna hátt og kvöldverðinn. jpeir tóku
líka sjálfir ósvikið til mafcar síns, og hefi jeg aldrei
sjeð neina menn jeta svo mikið, að þeir kæmist í
hálfkvisti við þá. Jeg held, að þeir hafi svo rúm-
góða maga, af því þeir lifa mestmegnis á ávöxtum
og kálmeti, sem hefir að tiltölu lítil uæringarefni.
Jeg gaf óviljandi tilefni til þess, að fylgdarmenn
mínir brutu þau lög og ákvarðanir, sem þeir eru
vanir að halda. Jeg hafði með mjer brennivíns-
ílösku, og þóttust þeir eigi geta skorazt undan að