Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 268
262 N. Neorgaard:
varðmennina vopnum. f>á var eptir að handsama
þá Niol, undirofursta, og tvo embættismenn þings-
ins; var það gert í sama mund af yfirmönnum í lög-
regluliðinu moð fulltingi hermanna. feir fóru svo
leynt sem unnt var inn í svefnherbergi þeirra, og
lögðu hendur á þá og höfðu þá burt með sjer. Sá,
sem örðugast veitti að handsama, var Leflö hers-
höfðingi. Lögregluforingi einn og þjónar hans
brutust inn í hýbýli hans; en af því að þeim var
eigi vel kunnugt um, hvernig húsum var hagað, ljet
liann 8 vetra gamlan son hershöfðingjans, er lá sof-
andi í einu af fremstu herbergjunum, vísa sjer leið.
Barninu, er vaknaði með andfælum, var sagt, að
ókunnugu mennirnir ættu áríðandi erindi við föður
hans og vísaði hann þeim í grunleysi á svefnher-
bergið. þegar hershöfðinginn vaknaði og sá, að lög-
regluliðið hafði kringt um hann, stökk hann upp úr
sænginni og varðist í jötunmóði gegn aðsóknar-
mönnum sínum. Kona hans, er gekk með barni
og var sjúk, horfði skjálfandi á aðfarir þessar, og
drengurinn kjökraði yfir því, að hafa óviljandi kom-
ið föður sínum í óhamingju. Loks gaf hershöfðing-
inn upp vörnina; hafði hann áður, þó að til einskis
yrði , skírskotað til þingmanns-friðhelgi sinnar.
Ilann fjekk með herkjum að klæðast og var síðan
dreginn niður stigann. þegar ofan var komið, tók
ofursti sá við honum, er stýrt haföi aðsókninni að
þinghúsinu, ásamt mörgum óæðri yfirmönnum og
flokki liðsmanna. Jpað kom að engu haldi, þótt
Leflö hjeti á drengskap þeirra, og eigi kom það
heldur að neinu haldi, þótt hann segði þeim með ó-