Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 229
223
Um Suðurliafseyjar.
tekizt. |>ví lægra, sem ástand þjóðarinnar er, eptir
þessum mælikvarða, er þeir nota, því meira álasa
þeir kristniboðunuin, í stað þess að vera þeim
þakklátir fyrir það, scm þeir hafa þegar afrekað.
þeir gleyma því, að hjer var áður tízka, að fórna
mönnutn; að heiðnu prestarnir höfðu öll yfirráð; að
bjer var meira siðleysi en nokkursstaðar annar-
staðar um víða veröld; að börn voru borin út; að
blóðugar styrjaldir voru algengar, og að sigurveg-
ararnir þyrmdu hvorki konurn nje börnum. þessu
gleyma þeir alveg, og eins hinu, að þetta er allt
undir lok liðið, og að óráðvendni, drykkjuskapur
°g siðleysi hafa stórum rjenað fyrir áhrifum
kristninnar. það er vanþakklæti af ferðamanni, að
gleyma öllu þessu. Ef hann yrði fyrir skipbroti
einhversstaðar á Suðurhafseyjum, þá mundi hann
°ska innilega þess, að kenningar kristniboðauna
hefði komizt svo langt.
Opt hefir verið orð á því gert, að siðferði kvenna
væri eigi sem bezt á eyjurn þessum. Áður en
farið er að ámæla þeim svo mjög, ættu menn að
Unnnast þess siðleysis, er bar fyrir augu þeirra
Oooks og Banks á fyrri öld, sem ömmur og mæður
þeirra kvenna, er nú lifa, áttu þátt í. þeir, sem
strangastir eru, ættu að muna eptir því, hve mjög
siðsemi kvenna í Evrópu er að þakka eptirdæmi
U'æðranna og áhrifum trúarbragðanna.
1 Papiéte er aðsetur drottningarinnar, og má
þyf kalla það höfuðborg eyjarinnar; þar er aðset-
Ur stjórnarinnar, og þangað eru mestar siglingar.
Hoy skipstjóri fór í dag (22. nóv.) þangað með
ú°kkuð af skipshöfuinni og var þar við messu, er