Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 25
IÐUNN Anatole France. 103 er ávalt elskulegt og heimspekilegt, ef eg mætti svo að orði komast. Hann giftir ]eanne ungum og efnilegum manni. Þau eignast son, sem þau láta heita í höfuðið á gamla manninum, en hann deyr ungur. Sagan endar með því, að ungu hjónin, sem enn eru sorgarklædd, koma í heim- sókn til Bonnard’s í sumarbústað hans. Gamli maðurinn, sem elskaði litla drenginn, kemst við þegar hann hugsar um sorg móðurinnar: Aumingja ]eanne, aumingja móðir! Eg er of gamall til þess, að vera mjög tilfinningarsamur; en sann- arlega er það sár leyndardómur, þegar barn deyr. Foreldrarnir komu hingað í dag til þess að vera 6 vikur í húsum öldungsins .... ]eanne kemur hægt upp stigann, kyssir mig'og hvíslar nokkrum orðum í eyra mér, sem eg naumast heyri, en sem eg gét mér til. Og eg svara henni: Guð blessi þig, Jeanne, þig og mann þinn og afkvæmi ykkar lengst fram um ókomna tíð. Et nunc dimittis servum tuum. Domine*.1) Efni sögunnar „La Buche“ er í fáum orðum þetta: Eitt kvöld, þegar Bonnard í mesta næði er að tala við köttinn sinn, er hann truflaður af farandsala, sem vill troða upp á hann almanökum og öðru bókarusli. Til þess að losna við hann kaupir hann draumaskýr- ingar, sem hann heldur að vinnukonunni sinni muni þykja gaman að. Hún fussar við bókinni, en segir hon- um samt að farandsalinn, búi í loftherbergi þar í hús- inu, að hann sé brjóstveikur, eigi unga og fallega konu, sem liggi á sæng o. s. frv. Og þó að gamla konan hafi mikið út á þessi hjón að setja, þá kemst Bonnard samt 1) „Og nú lælur þú, herra, þjón þinn (í friði) fara“.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.