Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Side 58
136 Þorsteinn Gíslason: IÐUNN ist af sýslumönnum, er þing sóttu, að þeir settu fyrir sig löglærða menn meðan þeir sætu á þingi, en Einar sýslumaður gat ekki fullnægt því. Heptu þeir þá um þing- sætið séra Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað og Jón og hlaut nú jón kosningu með nokkurra atkv. mun. Sat hann síðan á þingi fyrir Norðmýlinga fram til 1900, fyrst með Þorvarði Hjerúlf lækni, en síðar með Einari pró- fasti Jónssyni á Kirkjubæ. Við kosningarnar haustið 1900 var hann ekki í kjöri. En 1902 bauð hann sig aftur fram, og var þá kosinn og sat síðast á þingi það ár. Valtýskan var þá aðaldeilumálið, og var Jón í andstæð- ingaflokki dr. Valtýs. — Jón gat sér góðan orðstír á þingi, var vinsæll og vel metinn af samþingismönnum sínum og kjósendur hans héldu trygð við hann. Hann var vel að sér í sögu lands og þjóðar, frjálslyndur í skoðunum, athugull, samvinnuþýður og yel máli farinn, og þótt hann verði ekki talinn meðal áhrifamestu mála- fylgjumanna á þingi, var sæti hans þar vel skipað. — jafnframt þingmenskunni hlóðust á hann ýmisleg störf heima í héraði í almenningsþarfir. Hann var oddviti í sveit sinni, sýslunefndarmaður o. fl. I Vopnafirði var hann hreppstjóri og póstafgreiðslumaður. Töluvert hefir Jón frá Sleðbrjót ritað í blöð og tímarit. Bæði Seyðisfjarðarblöðin gömlu, Austri og Bjarki, geyma ýmsar ritgerðir eftir hann, og eftir að hann fór vestur ritaði hann oft í íslensku blöðin í Winnipeg, í Oðinn hér heima og fleiri blöð. Hann hefir og skrifað nokkra þætti af Landnámssögu Islendinga vestan hafs, sem nú lengi hefir verið að koma út, smátt og smátt, í tímaritum þeirra, fróðlegt safn, sem síðar ætti úr að verða heild- arrit. Um íslensk mál hugsaði hann altaf og átti bréfa- skifti við ýmsa gamla kunningja hér heima. Hann var Ijóðelskur maður og alúðarvinur Páls heitins Ólafssonar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.