Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 76
154 Jón Björnsson: IÐUNN förum í þennan túr. Svo gætum við opinberað, þegar eg kem næst. — Hringana! sagði Stína hvatlega og ókyrðist. Eg held, að það sé nú óþarfi að tala um hringana strax. Þetta getur alt farið öðruvísi en við ætlum nú. Stína gerði sig kuldalega. Kéli rétti úr sér. Hann gnæfði eins og fjall yfir Krist- ínu þar sem hún stóð fyrir framan hann. — Eg held, fyrir mitt leyti, sagði hann nokkuð fast- mæltur, að það fari ekki öðruvísi en við ætlum. En sé þér eitthvað annað í hug en verið hefir, þá geturðu sagt það nú strax. Erum við trúlofuð? Eða erum við það ekki? — Eg get ekki verið að ræða um þetta hér úti á tröppunum í annara manna viðurvist. Góða nótt, Þorkell! Stína smeygði sér inn úr dyrunum og skelti í lás. Kéli stóð um stund því líkt sem hann gæti ekki átt- að sig á því, að Stína væri horfin. En þegar hann sá, að svo var áreiðanlega, greip hann í hurðarhandfangið og snéri. Það hrökk í tvent. En hurðin gekk ekki opin að heldur. Stína hafði tvílæst. Hurðin gekk inn í and- dyrið. Kéli lagðist á hana og sparn fæti í tröppurnar. Það brast hátt við í karminum. Eg sá hvað Kéli ætl- aði sér, en vissi, að hann mundi ekki bæta fyrir sér með neinu ofbeldi. Eg lagði því ofurhægt höndina á öxl hans. Meira þurft ekki til að stilla berserkinn. Hann gekk óðara frá dyrunum og við héldum á stað. Fyrst í stað mæltum við ekki orð frá munni. En er við vorum komnir miðja vega til skipsins, sagði Kéli furðulega glaðlega, þegar svona mikið var í húfi, að minni hyggju: — Það liggur þá svona í henni, drósinni. Þá hefir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.