Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1925, Page 79
IÐUNN Kéli. 157 Þegar Stína kom auga á Kéla, hljóp hún til hans og ætlaði umsvifalaust að leggja hendurnar um hálsinn á honum. Hann hopaði undan henni og sagði: — Þú hefir víst ekki betri tíma til að tala við mig nú en í gærkvöldi. — Jú, elsku Þorkell minn! Eg var svo þreytt þá. Fyrirgefðu mér það. Nú skal eg gera alt fyrir þig. Nú elska eg þig svo heitt, að eg gæti dáið fyrir þig. — Það er hreinn óþarfi, Stína. Því það er eg, sem hlýt að deyja. — Guð almáttugur! Hvað segirðu, Þorkell. Stína saup hveljur af ofboðinu, sem á hana kom. Eg stóð álengdar í myrkrinu og skemti mér aðdáanlega við ró Kéla og skelfingu Kristínar. — Já, Stína mín, sagði Kéli og tók kaðalspotta ofan af klóreipisnálinni — eg er staðráðinn í því að deyja — nú strax. Eg ætla að drekkja mér hérna fyrir augunum á þér fyrir viðtökur þínar í gærkvöldi. Og eg ætla að hafa hann Geira til vitnis, svo þú getir ekki sagt, að eg hafi látist af einhverju slysi. Geiri — komdu hérna og hnýttu kaðlinum utan um mig. Eg gekk fram og hnýtti kaðlinum utan um vin minn. Á meðan stóð Stína ráðþrota, lömuð, með hvíslandi bænarorð á vörunum. Henni var auðsjáanlega um megn að hafast nokkuð að. Kéli hristi af sér stígvélin, og sagði að eg gæti átt þau til minningar um sig. Svo steig hann upp á borðstokkinn. Þá reif Stína sig úr þessu ómætti og þreif í handlegg hans og bað svo á- takanlega, að mér gekst hugur við. — Þorkell! í guðs bænum — gerðu þetta ekki! Þú drepur mig með þessu! Eg steypi mér í sjóinn á eftir þér! Þú veist ekki, hvað eg elska þig, Þorkell! Eg

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.