Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 8
166 Guöm. Finnbogason: IÐUNN lífsstríð ekkjunnar, getur orðið heimsfrægt fyrir? Og svona mætti lengi jafna saman hinum tiltölulega fáu frægu mönnum á hvaða sviði sem er og svo hinum mikla fjölda manna af öllum stéttum, er ber hita og þunga hins daglega strits og stríðs og hlýtur þó sjaldan nafnfrægð fyrir. — Eg sagði nafnfrægð og frægðin verður alt af eign tiltölulega fárra manna, ef vér að eins teljum þá frægð, sem bundin er við nöfn einstakra manna. En það er skammsýnt. Enginn á sína frægð einsamall. 011 frægð er sameign. Frægð frægustu manna hverrar þjóðar er jafnframt eign allrar þjóðar þeirra. Hver bóndi á landi hér, sem gerir garð sinn frægan, vinnur íslenzkri bændastétt til frægðar, hver duglegur sjómaður á skipum vorum leggur sinn skerf til frægðar íslenzkrar sjómannastéttar, hver íslenzk kona, er elur vel upp börn sín, vinnur að frægð íslenzkra kvenna, en frægð hverrar stéttar verður frægð þjóðarinnar í heild sinni. Eg sagði áðan, að frægðin væri ljómi, sem legði af vel unnum verkum. Þjóðarfrægð er lík ljósmóðunni, sem sést af upplýstri borg í fjarska. Að eins sterkustu ljósin eru greinanleg hvert frá öðru. Hin hverfa í sam- felda ljósmóðu, en hvert leggur þó sinn skerf til birt- unnar yfir borginni. Svona er þetta tilsýndar úr fjarsk- anum. En inni í borginni hefir hver og einn gleði af því að sjá sem bjartast á sínu heimili, en hann gleðst jafnframt af því að sjá hús nágranna sinna uppljómuð og svo hinar sameiginlegu götur og torg borgarinnar. Að eins hégómagjarnir menn og eigingjarnir sjá of- sjónum yfir því, að til eru fegri ljós en þau, sem þeir sjálfir eiga, og heilbrigt er það eitt, að hver geri svo bjart í kringum sig sem efnin leyfa, en gleðjist yfir því, hve nær sem öðrum tekst það, sem hann kysi sjálf- ur að geta, því að aðalatriðið er að bjart sé yfir borg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.