Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 57
IÐUNN Grímur fjósamaÖur. 215 tók hann að skilnaði við bola, um leið og hann strauk niður eftir svíranum á honum og klóraði honum gríðar- lega á bak við eyrun; þá vingsaði Grímur hendinni í áttina til kúnna, eins og í kveðjuskyni. Síðan hélt hann áfram, en var þó alt af að smálíta aftur. Um miðdegisleytið var unglingsstúlka send með mat- inn til hans. Grímur sá hilla undir hana uppi á leitinu. Hann þóttist vita að það væri Lína. Grímur hló. »Já, Lína litla, ég sé nú ekki altaf eins illa og þið haldið, þetta blessað unga fólk, ónei, Grímsi minn sér að minsta kosti full vel, það sem hann á ekki að sjá. »Ojá«, hélt hann áfram í huganum, »ég sá vel í fyrra- dag, þegar ég var að bera út úr fjósinu, hvar þið Matti voruð að binda uppi á Fjóstúni. Einu sinni, þegar ég kom út með skóflu, er Matti að stíga sátu; alt í einu kippir hann svo snöggt í töglin, að þú og bagginn steyp- ast yfir hann. Matti ýtti fljótt af sér bagganum, en ég sá ekki betur en þið kystust rembingskoss, áður en þið hreifðuð ykkur. Grímur hló svo hátt, að Lína hlaut að heyra það upp í hallið. Grímur mundi nú eftir, að honum hafði þá sárnað þessar frátafir við vinnuna, en nú gat hann hlegið að því. Það lá við, að Grímur gerði sér grein fyrir, hve vel lá á honum í dag. »Sæll Grímsi!« sagði Lína; hún var hnellin með rjóða vanga. »Sæl«, sagði Grímur og tók af sér vetlingagarm- ana og dustaði þá ofurlítið, svo að rykmökkurinn þyrl- aðist upp í loftið'; nasirnar, augnatóftirnar og eyrun á honum voru full af slíku fyrir. »Grýti ertu svaðalegur núna Grímsi«, sagði Lína. Einhverntíma hefði Grímur þykst við svona ávarp, en hann sagði aðeins um leið og hann hysjaði brækur sínar ofar. »Hvað er Matti að gera. Hann er víst ekki svartur af svarðarryki«. »Matti, hvern grefilinn heldur þú að ég viti um hann?« Lína

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.