Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 23
IÐUNN
Sjóorustan við ]ótland.
181
orustuskip Beattys. — Beatty reyndi nú að láta tundur-
spilla sína ráðast á Þjóðverja, en þeim var þegar bægt
á flótta. Þannig héldu flotarnir norðvestur í haf og skut-
ust á, voru það nú Bretar sem undan héldu, en Þjóð-
verjar sem eltu, án þess að vita að Jellicoe var á næst-
unni með aðalflotann breska.
IV.
Þegar meginflotarnir mættust, sem var kl. 6,15, var
það áform Beattys að smjúga með skipum sínum framan
við fremstu skip þýsku línunnar og komast austur fyrir
Þjóðverja; hugði hann að Jellicoe mundi þegar ráðast á
Þjóðverja með því ofurefli er hann hafði yfir að ráða.
Hraðaði hann sér ákaflega, og stýrði meira og meira
til austurs. — Eins og áður er getið hafði Jellicoe með
sér frá Scapa-flóa 3 vígdreka, var þeim stjórnað af
Hood flotaforingja. Skip þessi höfðu farið á undan Jelli-
coe, og lent alt of norðarlega, þar eð flotar Beattys og
Hippers hafði borið mest til suðurs meðan þeir börðust.
Skip Hoods hétu »Invincible« (foringjaskip) »Indomi-
table« og »Inflexible«. Mættu þeir nú flota Þjóðverja, er
þeir komu norð-austanað, og sáu um leið Beatty. Hugðu
Þjóðverjar fyrst að þar færi meginfloti Breta, en urðu
þess skjótt varir að svo var ekki. Því í þessum svifum
kom Jellicoe, norðaustanað, 24 orustuskip, er sigldu í 6
flokkum, fjögur í hverjum, í röð. Þótt undarlegt virðist
hafði Jellicoe ekki fylkt skipum sínum til orustu, og
varð nú að gera það undir skothríð Þjóðverja. Mun
hafa verið vegna þess að hann hélt að þýski flotinn
væri fjær. Ónákvæm skeyti. Varð hann nú að snúa til
norðurs frá Þjóðverjum fyrst og svo austur, myndaði
þannig langa línu úr skipum sínum. En von Scheer
sneri vestur, urðu Bretar þannig austan við hann með