Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 38
196 Ágúst Bjarnason: IÐUNN sálar sinnar og hún upptendrar svo huga hans, að hann vill alt til vinna að ná henni. Því fer hann að elta hana eins og fætur toga, en hún leitar undan að sið ungra, ögrandi meyja. Hann eltir hana, eins og segir í kvæð- inu, út túnið, yfir engjarnar, um löndin næstu og alla leið upp í fjall. En fjallið er bratt og illgengt, eins og lífsleið margra manna er, alt á fótinn, en hátt er upp á tindinn. Þar bíður þó hugsjónin hans, því að þangað var honum ætlað að ná. En í miðjum hlíðum svo að segja tekur maðurinn að lýjast og þá verður honum það á að horfa um öxl, líta aftur. En það varð hans dauða- synd, því að þá hvarf myndin honum sjónum og hann sá hana aldrei upp frá því. Og síðan er eins og skift sé um hann. Fyrir þessa litlu útsýn, sem hann fékk ofan úr fjallinu, er hann orðinn óánægður með dalinn sinn, með sveitina sína; honum finst hún orðin altof þröng og leiðinleg eftir þetta, einkum þó af því, að hann hygg- ur að alt sé fegurra og skemtilegra hinum megin við fjallið, og því fer hann að þrá það, ekki að komast upp á fjallið, heldur yfir fjallið, eða eins og segir í kvæðinu: En augað lokkar himinn, — því hann er altaf hár, þó heimur þrengri verði og sjónarhringur smár; og þegar morgunvindur af himni þoku hrekur þinn huga stundum með sér á burt sá flótti tekur. Þá er það altaf fjallið, sem enn þér hugar frýr og altaf sama gátan: hvað hinu megin býr; því kannske er það dalur í kreppu nýrra heiða, en kannske líka ströndin og meginhafið breiða. Það er komin sundrung í sálu mannsins, sem lýsir sér meðal annars í því, að hann unir ekki lengur við það, sem hann á við að búa, en fýsir í hitt, sem fjær er eða jafnvel fjarlægast. Þetta er það aðalmein, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.