Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 63
IDUNN Grímur fjósamaður. 221 legir kippir í andlitsvöðva Gríms. »Bráðum verður mér líka meinað að hafa þig þannig hjá mér«. Stór tár runnu niður eftir skorpnum kinnum Gríms, og höfuð hans beygðist niður. »Nú á ég ekkert eftir«, læsti sig um huga hans. Hann var stóreignamaðurinn, sem hafði verið sviftur öllu. Grímur rétti sig við í sætinu. »Þú ert deyddur eins og hundur«, sagði hann hörkulega við sjálfan sig, »leifum þínum er hent út í skemmuhorn; þú varst saklaus og góður. Það er munur eða viðhöfnin við hann Þórð á Brú, þegar hann var dauður. Að mold- um hans þusti öll sveitin, og yfir honum voru haldnár þrjár eða fleiri ræður. En ég þekti þig, og ég þekti Þórð á Brú, ég var hjá honum þrjú seinustu árin, áður en ég fermdist«. Grímur strauk ósjálfrátt annari hend- inni niður með öklanum á hægra fæti sér; þar var enn ör eftir skóflu, sem Þórður húsbóndi hans hafði eitt sinn hent til hans, þegar honum þótti hann liðléttur við að stinga út úr fjárhúsi. Grímar mundi margt; honum fanst munurinn mikill. Það rann upp fyrir honum, að hann hafði gengið fyrir opnar kirkjudyrnar, þegar verið var að jarðsyngja Þórð og heyrt prestinn segja: »Við hittum Ðrúarbóndann aftur hinumegin«. Grím rak ekki minni til, að hann hefði veitt þessum orðum nokkra eftirtekt þá. — »Við hittum Brúarbóndann aftur hinu- megin«. Orð prestsins endurtókust í huga Gríms. — Hittumst aftur. — Grím langaði ekkert til að hitta neinn aftur. Hann þekti ekki vandamenn sína. Faðir hans hafði strokið af landi burt, og móðir hans hafði orðið úti á milli bæja, þegar hann var á fyrsta ári. »Æ nei«, sagði Grímur og tók báðar framfætur bola upp í fang sér. Honum vöknaði um augun á ný. — »Auli, glópur, skilurðu ekki?« Grímur var hálfstaðinn upp. Hann var sem sofandi, er vaknar við skyndilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.