Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 63
IDUNN Grímur fjósamaður. 221 legir kippir í andlitsvöðva Gríms. »Bráðum verður mér líka meinað að hafa þig þannig hjá mér«. Stór tár runnu niður eftir skorpnum kinnum Gríms, og höfuð hans beygðist niður. »Nú á ég ekkert eftir«, læsti sig um huga hans. Hann var stóreignamaðurinn, sem hafði verið sviftur öllu. Grímur rétti sig við í sætinu. »Þú ert deyddur eins og hundur«, sagði hann hörkulega við sjálfan sig, »leifum þínum er hent út í skemmuhorn; þú varst saklaus og góður. Það er munur eða viðhöfnin við hann Þórð á Brú, þegar hann var dauður. Að mold- um hans þusti öll sveitin, og yfir honum voru haldnár þrjár eða fleiri ræður. En ég þekti þig, og ég þekti Þórð á Brú, ég var hjá honum þrjú seinustu árin, áður en ég fermdist«. Grímur strauk ósjálfrátt annari hend- inni niður með öklanum á hægra fæti sér; þar var enn ör eftir skóflu, sem Þórður húsbóndi hans hafði eitt sinn hent til hans, þegar honum þótti hann liðléttur við að stinga út úr fjárhúsi. Grímar mundi margt; honum fanst munurinn mikill. Það rann upp fyrir honum, að hann hafði gengið fyrir opnar kirkjudyrnar, þegar verið var að jarðsyngja Þórð og heyrt prestinn segja: »Við hittum Ðrúarbóndann aftur hinumegin«. Grím rak ekki minni til, að hann hefði veitt þessum orðum nokkra eftirtekt þá. — »Við hittum Brúarbóndann aftur hinu- megin«. Orð prestsins endurtókust í huga Gríms. — Hittumst aftur. — Grím langaði ekkert til að hitta neinn aftur. Hann þekti ekki vandamenn sína. Faðir hans hafði strokið af landi burt, og móðir hans hafði orðið úti á milli bæja, þegar hann var á fyrsta ári. »Æ nei«, sagði Grímur og tók báðar framfætur bola upp í fang sér. Honum vöknaði um augun á ný. — »Auli, glópur, skilurðu ekki?« Grímur var hálfstaðinn upp. Hann var sem sofandi, er vaknar við skyndilegt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.