Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 43
IDUNN Landið kallar. 201 segja í hverri sveit, háar sjónarhæðir, þaðan sem þú getur horft víða vegu og þar sem þú getur drukkið í þig stórhug og áræði. Far þú sem fyrst upp á fjallið og gefstu ekki upp. Farðu það helst á einhverri heilagri alvörustund lífs þíns og skygnstu þaðan inn í hið fyrir- heitna land, þitt eigið land, landið sem einmitt þú átt að bæta og fegra. Sérðu ekki framtíðarhugsjónina, fagra og heillandi, þína eigin fósturjörð skrýdda nýjum og fögrum skrúða? Landið kallar. Það er þitt verk að yrkja upp auðnirnar og klæða landið. Ég fæst ekki um það, þó að þú farir um stund á sjóinn til þess að afla þér fjár til fram- kvæmda, eða þótt þú leitir til annara landa til þess að afla þér nægilegrar þekkingar. En hvorttveggja, bæði fjármunina og þekkinguna áttu að bera heim í búið, heim í átthagana og síðan að keppa að því af alefli að gera garð þinn bæði frægan og fagran. Mun þér þá fara líkt og Gunnari forðum daga, er hann átti heiman að fara, og mæla slíkt hið sama: »Fögur er hlíðin, svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst — bleikir akrar og slegin tún — og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi«. Hvaða kynjakraftur heldur þú, að það hafi verið, sem hlíft hefir Gunnarshólma frá eyðingu? Það skal ég segja þér. Það var átthagaástin! Og átthagaástin varp þeim ljóma yfir bæ hans og hérað, að hann vildi heldur bíða hel, en horfinn vera fósturjarðar ströndum. Og svona á það að vera. Öll eigum við að hjálpast að til þess að nema og byggja Island að nýju og gera garðinn bæði fagran og frægan. Og þá er það ekki lengur átthagaástin, heldur ættjarðarástin, sem hlífir gjörvöllum Garðarshólma og skrýðir hann nýjum skrúða. En mundu það, ungi maður, hver sem þú ert, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.