Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 33
IDUNN
Skyrtu-söngurinn.
191
Hve ódýr, drottinn! að dreyri manns er,
en dýrt til skeiðar og hnífs!
— Vinn — vinn — vinn
og slaka aldrei á.
Og launin mín? Garmar, mitt lága flet,
mitt litla brauð — og sjá,
hið rifna þak og grotnað gólf
og borðið, sem brotið er.
Ef þilið er lýst, þá skugginn minn skýst
og skjálfandi leikur sér.
— Vinn —vinn — vinn,
er klukkan — slær og slær.
— Vinn — vinn — vinn!
Þá hegningu fangi fær.
Böndin, bolinn og fald,
faldinn, bolinn og bönd,
uns hjartað sjúkt er og sálin sljó,
af saumunum afllaus hönd.
— Vinn — vinn — vinn
þá vetur er þokugrár
og vinn — vinn — vinn
þó himinn sé heiður og blár.
Við þakbrún svölu eg sé,
hún syngur ungum hjá.
Hún skopast því að, hve inni hér
svo una daglengis má.
Ó! ganga um víðan vang,
þá veröld er sólskins ful!
og teiga vorlofts veig,