Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 33
IDUNN Skyrtu-söngurinn. 191 Hve ódýr, drottinn! að dreyri manns er, en dýrt til skeiðar og hnífs! — Vinn — vinn — vinn og slaka aldrei á. Og launin mín? Garmar, mitt lága flet, mitt litla brauð — og sjá, hið rifna þak og grotnað gólf og borðið, sem brotið er. Ef þilið er lýst, þá skugginn minn skýst og skjálfandi leikur sér. — Vinn —vinn — vinn, er klukkan — slær og slær. — Vinn — vinn — vinn! Þá hegningu fangi fær. Böndin, bolinn og fald, faldinn, bolinn og bönd, uns hjartað sjúkt er og sálin sljó, af saumunum afllaus hönd. — Vinn — vinn — vinn þá vetur er þokugrár og vinn — vinn — vinn þó himinn sé heiður og blár. Við þakbrún svölu eg sé, hún syngur ungum hjá. Hún skopast því að, hve inni hér svo una daglengis má. Ó! ganga um víðan vang, þá veröld er sólskins ful! og teiga vorlofts veig,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.