Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 65
IÐUNN
Ritsjá.
223
í þessu efni tel eg „Undir Helgahnúk" skera sig úr. Hún hefir
galla — en hún hefir líka ómótmælanlega kosti. Málið er ekki
hreint, en það er kjarngott, sérkennilegt og fjölskrúðugt. Stíllinn
er hressilegur og skemtilegur. Málið er auðugt að myndum og
líkingum og þeim oftar en hitt frumlegum og smellnum, og bera
þær vott um góða athugun og eftirtekt. Hugkvæmnin er mikil 03
fjölbreytni í viðburðum sögunnar góð. Höf. lætur sínar skoðanir
og tilfinningar ekki skína eins í gegn og oft vill við brenna, 03
einmitt fyrir það njóta viðburðirnir sín sjálfstætt og vel. T. d. er
engu eymdarvæli frá höf. blandað inn í frásögnina um slysið, 03
einmitt fyrir það, að stíllinn er kuldalegur og tilfinningalaus á
yfirborðinu, verður frásögnin um það svo ægileg.
Framan við sjálfa söguna eru tvær sögur sagðar í ágripi, og er
það gert til þess að varpa ljósi yfir það, sem gerist í aðal sög-
unni, heimilislífið á Stað undir Helgahnúk og innræti Atla 03
Aslaugar.
Höf. getur þess í formálanum, að hann hafi í smíðum bók um
Atla Kjartansson, en fyrst um sinn muni hún ekki koma út. Er
það skaði. Því að í raun og veru vantar þessa bók tilgang, þar til
hin kemur. Hún er lýsing, víða góð og skarpleg, en sjálfa uppsker-
una af því, sem sáð er, vantar. Atli, aðalpersóna sögunnar, er
óráðin gáta. Bókin endar fullkomlega snubbótt, og niðurlagskaflinn
er rýrastur af allri bókinni, einmitt vegna þess að hann er ómegn-
ugur þess, sem hann þyrfti að gera. Eigi bókin hinsvegar að gefa
Iausn á örlögum þeirra prestshjónanna, þá segir hún of mikið, 03
Atli er gerður langt of hugstæður lesendunum til þess að þeir
láti sér nægja með að vita örlög gamla fólksins.
Halldór er ótvírætt efni í góðan rithöfund. Það er eins 03
maður finni hulda krafta bak við það sem hann skrifar, krafta,
sem enn sé langt frá að hann kunni að nota til fullnusfu.
M. 7.
Guðm. Finnbogason: Stjórnarbót. Bókaversl. ÁrsælsÁrnas. 1924.
Allir eru óánægðir méð stjórn og þing og auðveldast allra verka
er að lesa þeim textann. Þetta gerir dr. Quðm. Iíka óspart hér.
En hann finnur rót alls ills í sjálfu fyrirkomulaginu og stingur
upp á öðru nýju. Margt er skynsamlegt í þeim tillögum, en ekki
efast eg um að sama sóninn mætti heyra þegar það fyrirkomulag
væri búið að prófast í svo sem mannsaldur. Eg held að stjórnar-