Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 42
200 Ágúst Bjarnason: IÐUNN ingu og kynblöndun hefir hann bætt svo karföfluna, að Bandaríkjamenn hafa upp úr því einar 20 milliónir dala á ári; hann hefir úr þyrnum og óræktargrasi búið til nýjar fóður- og korntegundir, og úr óætum berjum hefir hann búið til lostæta ávexti. Þegar ég var að klífa upp Klettafjöllin, einhver hæstu fjöll í heimi, á leiðinni til hans vestur að Kyrrahafi, datt mér í hug, hvort ekki mætti líka með úrvalningu og hreinrækt eða þá með kynblöndun gera íslenzka melgresið að frægustu korn- tegund og yrkja svo upp með því allar sandauðnir íslands. Þetta er aðeins ein af þeim mörgu hugsjónum, sem einhver ungmennanna íslenzku ætti að geta tekið ástfóstri við og komið á einhvern rekspöl. En til eru fjölmargar aðrar hugssjónir, sem allar miða að því að fegra og bæta landið. Eg var á ferð með einum vini mínum, Vesturíslend- ingi, hér í fyrra og benti honum á alla framtíðarmögu- leikana, fyrst á áveitusvæðin hér í Flóanum og á Skeið- unum, síðan á Safamýrina, er við fórum um Holtin, og ég endaði með honum í Múlakoti til þess að sýna hon- um trjáræktina hennar Guðbjargar Túbals. Og loks benti ég honum fram yfir sandana og sagði, að þarna lægi framtíðarlandið, gróðursælt og ríkt af framburði jökul- ánna og mundi það skila tvítugfaldri uppskeru undireins og einhverjir kynnu með það að fara. Hann sagði þetta satt vera, ísland væri ríkt að framtíðarmöguleikum, en fátækt af mönnum með þekkingu, framtaki og dug, og slíkir möguleikar hefðu ekki lengi fengið að liggja ónot- aðir í Ameríku. En svona er það; mest alt er þetta undir mönnunum komið. Ungi maður, hver sem þú ert, karl eða kona! Nú vil ég eggja þig lögeggjan. Líttu í kringum þig á alt það, sem óunnið er á Islandi. Einnig hér eru fjöll, svo að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.