Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Blaðsíða 37
IÐUNN Landið kallar. 195 þar þyrsti breiddan faðminn í armlög ungra sveina, og opinn stóð hann hverjum, sem þorði að koma og reyna. Þá fanstu alt í einu sem eld í hverri taug, og áfram þutu fætur, en lengra hugur flaug; svo bein og stutt var brautin að brunni nautna þinna, þín brúður ung og fögur og lítið til að vinna. En túnið þitt var þrotið og þar var engin mær, það þrutu líka engjar, en hún var ekki nær; en ljúft og létt var sporið, — þó lengdist brúðargangan um löndin þau hin næstu, um dalinn endilangan. Þá leiztu aftur, vinur — það var þín dauðasynd; þá varð þitt fjör að lúa, þá hvarf hin fagra mynd; og væna sveitin víða, sem var þér nóg og öllum, nú varð hún þröngur dalur og luktur háum fjöllum. Og aldrei kom hún aftur. hin mæra myndin þín. Því mænirðu' upp úr dalnum, er sól á tinda skín? Þér finst þinn dalur lítill og myrk og meinleg æfi. Þú minkar bráðum sjálfur og þá er alt við hæfi. Þannig hljóðar fyrri helmingur kvæðisins og er hann raunar fullkomið kvæði út af fyrir sig. Kvæðið hefði mátt og kannske átt að enda þarna, ef ekki hefði komið þetta spakvitra erindi í niðurlagi kvæðisins, er verða mun sígilt í bókmentum vorum og ég mun hafa yfir, áður en ég lýk máli mínu. Eins og skáldið hér bætir inn í kvæðið nokkrum hugleiðingum frá sjálfum sér, eins ætla ég nú að hnýta nokkrum skýringum við þann hluta þess, sem ég hefi þegar haft yfir. Naumast þarf raunar að taka það fram, að »myndin«, sem kvæðið ræðir um, er einhver hugsjón, sem æsku- niaðurinn hefir komið auga á og orðið hrifinn af og fer nú að keppa eftir að ná. Hann gerir hana að brúði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.