Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 58
216 Soffía Ingvarsdóttir: IÐUNN gaut einkennilega önugum og rannsakandi augum til Gríms. »Hver var að binda upp á Fjóstúninu í fyrra- dag? ég sé nú svo illa«. Lína varð aftur róleg. »Það var Matti og ég, karl minn«. Hún settist á þúfu, hálf- lygndi augunum og leit í gaupnir sér. »Það er gaman skaltu vita, að vera í þurheyi, — einkum þegar skó- hálka er«, bætti hún við og lyfti brúnum ánægjulega. Það varð nokkur þögn. Grímur muðlaði matinn. Síð- an sagði hann ísmeygilegur: »Ogn voruð þið góð hvert við annað«. »Ha, — hvað — durgurinn þinn, þér ferst að glápa á fólk, þú, sem ekki þykist sjá fram fyrir nefið á þér, þegar þú átt að gera eitthvað*. Lína hentist á stað fussandi. Þá mundi Grímur alt í einu eftir kúnum. »Lína!« kallaði hann á eftir henni. Hún varaðist að líta við. »Skilaðu til húsbóndans, að hann verði að sjá um að kýrnar verði látnar inn á rétt- um tíma í kvöld, þó að ég verði ekki kominn, ég má til með að ljúka við hraukinn. Lína staðnæmdist. »]á, Grímsi gamli, kýrnar, ég hugsa, að það lækki í þér rostinn í kvöld; ég læt það líka vera, þegar þú ert uppblásinn af slúðri«. Lína þagnaði og breytti skyndilega um svip. Hún hljóp aftur til Gríms, tók í annan hand- legginn á honum og sagði í bænarrómi: »Þú segir þetta engum, Grímur minn góður. Það getur nefnilega skeð, að, að ..« Lína hálfhikstaði, »þetta verði, ég veit það ekki vel ennþá; ef úr því verður skaltu fá marga bolla af lút- sterku baunakaffi í veislunni«. Hún hristi mjúklega hand- legg Gríms. En Grími var algerlega horfinn hugur frá Línu og Matta. »Segðu þeim«, hélt hann áfram í sama róm, »að reka þær ekki hart heim, og gæta þess vand- lega, að hver fari á sinn bás. Lína rauk af stað. »Gefið henni Hyrnu soðið sitt og mælið úr henni Búbót og munið eftir að rjóðra á spenana á henni Skjöldu. Bindið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.