Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 5

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 5
IÐUNN Elsta óðal á Islandi. 227 munu þau vera höfuðbólin í öðrum löndum, sem aldrei hafa úr ætt gengið á svo löngum tíma. Þetta er þeim mun merhilegra, að átthagatrygð og rækt við forn ættar- óðul virðist annars ekki hafa verið mjög rík hjá oss Islendingum. Því til sönnunar má benda á það, að óðals- rétturinn, er frændur vorir Norðmenn mátu svo mikils, festi aldrei rætur hér á landi að marki. Og það er Ijóst t. d. af íslenskum ættartölubókum, að ættir hafa dreifst ótrúlega um landið og að furðulega miklir mann- flutningar hafa verið innanlands þrátt fyrir strjálb.ygð og vegaleysi. Þessi jörð er Skarð á Skarðsströnd. Vegna þess hve einstakt þetta dæmi er og merkilegt skal saga Skarðs rakin hér stuttlega alt fram á vora daga. Er það auðskilið að rúmsins vegna verður að fara fljótt yfir sögu. Skarð hefir öll einkenni íslensks höfuðbóls. Þegar komið er fyrir Klofning og beygt inn hlíðarnar hjá Mel- urn og Ballará blasir Skarð við. Er bæjarstæðið staðar- legt, á hjalla undir lágu felli, en fyrir neðan hjallann er sléttlendi til sjávar. Heima er útsýnið eitthvert hið feg- ursta í þeim sveitum. Blasir allur Breiðifjörður við með öllum eyjagrúanum og yst Snæfellsjökull og Skor hvort til sinnar handar.* Sjálf er jörðin einhver mesta jörð á Iandinu, mun hafa verið talin þriðja haesta jörð að hundraðatali í jarðabókinni frá 1861. Heimalandið er mikið og gott og eyjalöndin víðlend og gagnsöm. En eins og margar aðrar slíkar jarðir niun Skarð vera fólksfrekt og örðugt ef nota á öll hlunnindin til fulls. Saga Skarðs hefst með Geirmundi heljarskinn. Land- náma segir að hann hafi fyrsfur numið land milli Fá- beinsár og Klofasteina og búið á Geirmundarstöðum undir Skarði. Geirmundarstaðir eru nú hjáleiga frá Skarði,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.