Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 21
IDUNN Kristur eða Þór. 243 sé fyrir það, að sögur mínar eru verulegar sögur, að þær hafa notið svo mikillar góðvildar hjá þjóð minni. En mér hefir aldrei komið til hugar að verða sammála þeim mönnum, sem vilja að sjálfsögðu einangra orðsins list frá lífinu sjálfu. Eg lít svo á, sem listin eigi að vera í þjónustu sannleikans, eins og höfundarnir sjá hann, og styðja mennina í baráttu þeirra. Og með þá skoðun veit eg, að eg er í góðum félagsskap. En aðalefni ritgerðarinnar eftir S. N. er árás á þá lífsskoðun, sem eg hefi haldið fram. S. N. reynir að telja mönnum trú um að hún sé háskaleg. Og hann lýsir annari lífsskoðun, sem hann telur áríðandi að komi í staðinn. Eg geri ráð fyrir, að öllum þorra manna þyki eðlilegt, að eg taki þá til máls, enda er mér kunnugt um, að mjög margir búast við því. II. Aður en eg sný mér að fullu að ágreiníngnum út af lífsskoðunum, ætla eg að láta mér nægja að benda á, hvernig »krítíkin á Islandi«, öðru nafni Sigurður Nordal, fer með þrjú atriði úr sögum niínum. Eg ætla að byrja á því, sem minstu máli skiftir. Um söguna »Alt af að tapa« segir haan meðal ann- ars: »Og í sögulok kemur »fyrirgefningin« og hjálpar til þess, að alt falli í ljúfa löð«. Nú er sannleikurinn sá, eins og allir þeir vita, sem lesið hafa söguna — og mér hefir skilist svo, sem það sé nokkurnveginn öll íslensk þjóð, austan hafs og vestan — að þar gerist engin fyrir- gefning — svo að S. N., með alla sína fyrirgefningar- óbeit, hefði átt að geta verið ánægður. Ólafur notar fyrirgefningar-skylduna, eins og hún kemur fram í bæninni »faðir vor«, til þess að sefa reiði- ofsann í unnustu sinni. Af því að hún er trúuð kona,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.