Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 37
IDUNN Kristur eöa Þór. 259 lega fyrir brjósti. Sumir vitrir menn halda, að þær aftri lagabrotum að talsverðu leyti. Aðrir vitrir menn hafa enga trú á því. Sjálfur veit eg ekkert um það. En nær er mér að halda, að bersyndugu konurnar hefðu ekkert orðið færri, þó að Jesús frá Nazaret hefði beitt þær ein- hverju harðræði, né hórseku konurnar færri, þó að hann hefði látið grýta þær. Að minsta kosti virðist hann hafa litið svo á. Um alllangt skeið voru menn í sumum lönd- um hengdir fyrir þjófnað. Meðan því fór fram, var þjófn- aður gífurlega tíður. Nýlega las eg það í ritgerð eftir enskan lögfræðing, að fyrir tiltölulega fáum áratugum hefðu menn verið hengdir á Englandi fyrir sakir, sem nú mundu varða 10 shillinga sekt. En lagabrotin voru þá miklu fleiri, að tiltölu við mannfjölda, en þau eru nú. Og svo er annað. Þó að refsað væri fyrir öll lagabrot — sem aldrei verður — og þó að öll sú refsing væri sanngjörn — sem ekki verður heldur — þá fer því nokkuð fjarri, að réttlætinu væri fullnægt með því. Eg skal taka eitt dæmi, af því að S. N. minnir mig sjálfur á það. Þorsteinn í sögunni >Sálin vaknar« er ekki vondur maður. En hann er manndrápari, og óumflýjanlegt að dæma hann, ef lögregluvaldið nær í hann. Þorlákur í sömu sögu er verulegt illmenni, en það væri ókleift að fá nokkurn dómara til þess að dæma hann, því að hann hefir engin lög brotið, þau er eftir verður dæmt. Það er nú svo, að fyrir allmargt af því, sem verst er í mann- lífinu, verður aldrei hegnt af yfirvöldum, og það er ekki heldur á nokkurs manns færi að meta yfirsjónir nákvæm- lega rétt, þær sem refsað er fyrir. Það er fyrir þá sök, að eg ann réttlætinu og hugsa mér að ég skilji ofurlítið í því, að eg hefi ekki jafn-heitan áhuga á refsingum og S. N. finst sjálfsagt, að eg ætti að hafa. Sjálfsagt er að benda á það, að það er ekki með

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.