Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 70
292 Einar Þorkelsson: IÐUNN framundan öruggur vatnaís, þá var ekki um að spyrja. Hann reið hægt að slíkum ís, en þegar á ísinn var komið, lét hann bregða við, fyrst nokkura faðma á hörku- stökki. Svo tók við skeiðið, þrumandi og mikið, eftir því sem á stóð. En sp;etturinn endaði venjulega með svif- mjúku, hástígu og hnarreistu tölti og seinast varð skrið- urinn ekki meiri en svo, að rúmlega kastaði toppi og svo gat hann farið lengi. Því mátti ekki neita, að heldur þótti Mera-Grími gott tárið. En aldrei gerði hann sig ofurölva og alt af var hann vel hestfær, í björtu og dimmu, þótt ýtt væri að honum dropanum. Annað var það, að örari var hann á að láta sjá yfirburði hesta sinna, hefði hann einhverja hýrgun í kollinum. — Hann var um sextugt, er eg sá hann síðast, ern og óbilaður. að mínu viti. Þá fluttist eg úr þeirri sveit, sem hann átti heima í. Nokkrum árum síðar frétti eg, að hann væri látinn; hefði fengið innkuls og þar með lungnabólgu. Svo liðu eigi fá ár og satt að segja var hann farinn að fyrnast mér nokkuð í minni. Það greip mig eitt sumarið, að eg réð með mér, um það bil tíu vikur af, að leita átthaganna. Fyrsti gistingar- staður minn þar skyldi vera hjá Ossuri í Gróf og Þor- björgu húsfreyju hans. Og framkvæmdirnar höfðu orðið þær, að nú var eg kominn að Gróf, laust fyrir náttmálin. Gróf er fyrirmyndarjörð á marga lund. Þar er tún gott og mikið, engjar nærtækar, sléttar og grasgóðar, og útbeit nokkur á vetrum. Búskapur Össurar og þeirra hjóna var fastur að háttum og dálítið forn um sumt.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.