Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 4
246 Einar Benediklsson: IÐUNN Arrisull stje hann af alda nótt, við eldblik af nýjum degi. Hann trúði á sjálfdæmið — treysti sinn þrótt og týndist þeim alfara vegi. Hann vissi sig auðgan. Hann vóg sína gnótt. Vinfengis bað hann eigi. Frá leiðsögu fár hefur lengra sótt. Hann lifir þó hinir deyi. Hásalur andans af rammleik rís, með rjáfur í sólnahæðum. Lifandi eldar þar leika um ís. Þar lyptir Hel sínum slæðum. Og jarðarsonurinn veraldar vís hann vex af þeim heilögu fræðum. En dimmleit hnípir þar holdsins dís, með hjarta af kulnandi glæðum. — Hvert mannsbrjóst á einhvern innsta róm, sem orð ekki fann að segja. En þögn vora meistarinn dregur í dóm, og dauðann knýr sjer að hneigja. Allt býr hann í liti, Ijós og hljóm. Lífsríkið hugirnir eygja.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.