Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 6
248 Einar Benediktsson: IÐUNN sauðii' glataðrar hjarðar. Hvort stilla þó annara stjarna menn ei strengleik til vorrar jarðar; þótt vaki oss sjálfum á vörutn enn Víti og Lokagarðar? — — Straumur af gulli sem enginn á og aldrei rennur til þurðar, hann hnígur í skaut þess sem braut í bág við borgsiði lokaðrar hurðar. hann drýgði við efnin djúp og há dáðir, sem voru ei spurðar. Þar dundi í strengnum vor drottnandi þrá, frá dauða — til endurburðar. Svo snýr hann heitn — til hvelsins ystu stranda sem hirðskáld eitt, í fylgd hins mikla anda; þar draumasvanir björtum vængjum blaka, — að breiða út mörk og veldi sunnulanda. Þá skyggnist söngvasjóli innst í kjarnann. í sálu barns, í fólksins trú skín stjarnan. Við innsta strenginn ómar þjóðar staka, af æðri sýn — er snart ei svefti nje vaka.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.