Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 7
IÐUNN Stakur strengur. 249 77/ greppsins máttka, er nafnlaus segir sögu, hann sækir eld, og slær fram hljómabögu. Af dýrri list hann drepur streng og fjöður, og dregur reginstafi af eðli högu. Þá hafði hann klifið bjargsins leið til loka. Á lágum slóðum grúfði dalsins þoka. fiann seildist yfir tinda og stjarnastöður frá stofni, er vissi ei móður eða föður. — Eitt hlutverk stendur hátt í lýðsins vanda, að hefja lofsorð dáða, er eiga að standa. En einför Braga greinir hæð og hylur frá hópsins vegi, um litla mararsanda. Þó, hver sá nam að stilla hæsta strenginn og stóð á sviði einn — þeim gleymir enginn. Þá nær til jarðar himnaeldsins ylur, ef andinn finnur til — og hjartað skilur.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.