Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 8
IÐUNN
Kristindómur og stjórnmál.
»Eilífðin er eins og stórt arnarhreiður, úr því fljúga
aldirnar eins og arnarungar til þess að svífa um alheim-
inn hver í sinni röð. Nú er það öldin okkar, sem komin
er að hreiðurbarminum, hún horfir út úr hreiðrinu, en
vængirnir hafa verið stýfðir og hún bíður dauðans horfandi
út í ómælisgeiminn, sem hún megnar ekki að svífa út í«.
Mér virðist að þessi orð hins fræga franska skálds1)
eiga við um vora öld. Vængir vorrar ungu aldar hafa
verið stýfðir og hún baðar stúfunum á hreiðurbarminum.
Eg hygg að þessi einkenni vorrar ungu aldar komi
þó hvergi átakanlegar fram en í stjórnmálalífi voru.
Að sleptu því stjórnarfarslega frelsi, sem vér öðluðumst
endanlega með Sambandslögunum 1918, mun ekki um
nein stjórnmálatilþrif vera að ræða. Eru ekki stjórnmál
vor meira og minna sundurlausar tilraunir til að skapa
göfugt menningarlíf í landi voru, yljað af þjóðernisanda
og bræðralagshugarfari? Er svo fjarri sanni, að líkja
þeim við máttlaust blak vængstýfðra unga á hreiðurbarmi?
Ekki verður þó stjórnmálamönnum vorum neitað um
það, að þeir horfi út í ómælisgeiminn — að þá dreymi
drauma um framtíðarmenningu í landi voru. En samhliða
því kemur fram of lítil drenglund hjá stjórnmálaleiðtog-
unum til að viðurkenna hver hjá öðrum hið góða og
þroskavænlega í lífsskoðunum og stefnuskrám hvers
flokks út af fyrir sig. Margoft er góðu máli misboðið,
oft er það dæmt óalandi og óferjandi af andstæðingum
1) Alfred de Musset.