Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 9
IÐUNN Eiríkur Albertsson: Kristindómur og stjórnmál.
251
þess, sem flytur, einungis af því að hann er andstæð-
ingur. Einn megingalli stjórnmálalífs vors er því fólginn
í skorti á þjóðfélagslegu siðgæði.
Stjórnmálablöðin eru sá vettvangur, þar sem stjórn-
málamennirnir heyja baráttu sína. Ekki er að sakast um
þótt barist sé. En æskilegt er að baráttan sé prúðmann-
leg og drengileg. Riddaraleg barátta er göfug. En ætli
þeir verði ekki teljandi, er í fullri alvöru geta talið
stjórnmálabaráttuna drengilega eins og hún kemur fram
í stjórnmálablöðunum. Eg minnist þess að ritstjóra »Eim-
reiðarinnar« var fyrir skömmu legið mjög á hálsi fyrir
það, að hann hafði látið hefja umræður um stjórnmál í
tímariti sínu. Þar var þó aðeins ádeilulaust, eða ádeilu-
lítið, skýrt frá stefnum höfuð-stjórnmálaflokkanna í land-
inu. En hvers vegna var fundið að þessu við ritstjórann?
Hann mátti ekki og átti ekki að ata tímarit sitt auri
stjórnmálanna. Þótt ekki sé hægt að sjá eða fallast á,
að þessi aðfinsla sé réttmæt gagnvart ritstjóranum, sýnir
þó aðfinslan, að geigur er í mönnum um það, að sauri
sé kastað, ef um stjórnmál er rætt.
A öðrum landsfundi kvenna, sem haldinn var á Akur-
eyri síðastliðið sumar, var samþykt eftirfarandi tillaga í
einu hljóði og voru þá á fundi um 200 konur:
»Af því að landsfundur kvenna lítur svo á, að ókurt-
eisar deilur blaðanna og stöðugar tilraunir þeirra til að
skerða mannorð andstæðinga sinna að ástæðulausu, hafi
siðspillandi áhrif á æskulýð landsins, þá Ieyfir fundurinn
sér að skora á ritstjóra og aðra þá, er blöðunum ráða,
að bæta ritháttinn og vísa á bug ritgerðum, þar sem
viðhaft er slíkt ósæmilegt orðbragð.
Verði eigi ráðin bót á þessu viðsjárverða athæfi blaða-
mannanna, vilja fundarkonur beita sér fyrir því, að fá