Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Qupperneq 19
IÐUNN
Kristindómur og stjórnmál.
261
ekki heldur, að slíkur kærleikur hafi verið ríkjandi inn-
byrðis með heilli þjóð. Dæmi þess þekkist ekki í póli-
tiskri sögu þessarar þjóðar og allra síst í stjórnmálalíf-
inu nú á dögum. En íslenska kirkjan hefir átt þessa
kærleikslund og á hana jafnvel enn. Enda er miskun-
semi fegursta djásn hennar, líkn og uppörvun gagnvart
olnbogabörnum lífsins styrkur hennar og sómi.
Til er enn ein tegund kærleika. Sá sem á þá kær-
leikslund, talar á þessa Ieið: »Látum mennina hæða mig,
látum þá gera mér mein, leyfum þeim að fara með mig
eins og þeir vilja, eg vil samt halda áfram að elska þá
og aldrei þreytast á að voga öllu til að hjálpa þeim«.
Þennan kærleika eiga ekki stjórnmálin, þennan kærleika
á ekki kirkjan. Ætti hún hann, væri ekki aðeins hægt
að kenna hana við miskunsemi, heldur líka við kraft. En
við kraft og djörfung er ekki hægt að kenna íslensku
kirkjuna. Hún er of hrædd og hún er of þróttlaus. Eg
hefi jafnvel verið að spyrja mig að því, hvort hún væri
ekki ambátt stjórnmálanna. Eg skal játa að eg veit það
ekki, en eg óttast að hún sé það. Að minsta kosti er
hún ekki drottning þeirra.
En er þá nokkur, sem átt hefir eða á þessa tegund
kærleika, sem eg var að tala um síðast, þann kærleika,
sem vér nefnum endurleysandi kærleika? Af því, að sá
kærleikur hefir þó séð dagsins Ijós á þessari jörð, eru
til kristnar kirkjur, þessvegna er kross á turnspýrum
kirknanna, þeim hluta þeirra, sem himninum er næstur.
Vegna þess, að sá kærleikur hefir birst á jarðríki, er
það þó ekki alveg fráleitt að tala um kristindóm og
stjórnmál í sömu andránni — vegna þess á þessi kær-
leikur — kærleikur Krists — að verða áhrifaríkt afl í
kristnu landi og það líka í stjórnmálunum, svo framar-
17