Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Qupperneq 20
262
Eiríkur Albertsson:
IÐUNN
Iega sem vér meinum nokkurn skapaðan hlut með því
að kenna oss við Krist.
Og nú er ég kominn að kirkjunni. Eins og allir vita
er kirkjan sú stofnun, er á að sjá um að andi kristin-
dómsins verði raunverulegt afl og lífgjafi með mönnun-
um og þá líka á sviði stjórnmálanna. Ég hefi þegar
bent á kosti íslensku kirkjunnar, og ég hefi bent á tak-
markanir hennar, galla hennar. Þótt það sé hlutverk
hennar að þrýsta anda Krists inn í menningarlíf þjóðar-
innar, inn í öll félagssvið þjóðfélagsins, þá er vitanlega
til of mikils ætlast, að þess væri krafist, að hún gæti
að öllu leyti fullnægt kærleika Krists, að hún eigi alla
fórnarlund hans, allan kraft hans. En hún þarf að eiga
sannleiksást hans og sannleiksdjörfung og einlæga þrá
til að hafa Krist að leiðtoga sínum og þrýsta samtíð
sinni til að eiga þá þrá með sér. En þar sem þjóðfél-
agslífið er orðið jafn flókið og það er, félagssviðin svo
mörg og menningarviðleitnin margvísleg með þjóðinni,
þarf kirkjunni að opnast nýjar leiðir, ný skilyrði, efnaleg
geta til þess að hún geti int hlutverk sitt af hendi.
Henni er ekki nóg að annast um hið opinbera, lögskip-
aða guðsþjónustuhald í landinu, henni er ekki nóg þótt
hún hafi á hendi líknarstarfsemi og huggunarstarf. Og
þótt ekki væri um annað að ræða en þetta, væri henni
samt nauðsyn á að hafa yfir fé að ráða. Andspænis
líknar- og uppeldisstarfi því, sem kirkjunni ber að vinna
í nafni Krists, er hún oftast, ég hygg æfinlega, ráðalaus
til að hefjast handa vegna fátæktar og fjárhagslegs úr-
. ræðaleysis. Kirkjan á og þarf að vera fær um að geta
tekið að sér leiðsöguna í menningarviðleitni þjóðarinnar.
Kirkjan er sama og þjóðin — þjóðin sem gengist hefir
undir að berjast undir hugsjónamerki Krists og reyna
að láta hugsjónir hans verða að veruleika. En þá verð-