Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 24
IDUNN Tvö kvæði. Ólafur formaður. »Nú er þó sjóveður sveinar og sigling til og frá«. Um verið bárust þau árrisu-orð — og Olafi formanni frá. — Báturinn hans var brotinn, og bilað ræði hvert. — Landtakan seinasta lék hann grátt, og lánstraustið einskis vert. Allir draga nú eitthvað. — En Ólafur í Vík situr í landi fölur og fár, þeim finst hann minna á lík. »Hann gæti dundað eitthvað úti og eitthvað fært í lag, — hann mætti gjöra að hlutum hinna, er hafa róið í dag«. Eg segi engar fáheyrðar fréttir, er fjöldinn hefir ei spurt. — Sumir í landi sitja, er sigla aðrir burt.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.