Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 25
tÐUNN Stefán frá Hvítadal: Tvö kvæði. 267 Úr hlaði. Eg lifi aftur hvað liðið er. — Sjá hina alla úr hlaði ber. Við saman bíðum og seinast ríðum. Nú flýgurðu í faðminn á mér. O nú var gleðin svo nálæg mér. — O vina komdu! Hvað varð af þér? Nú er sunnudagur á sumri fagur. Alt fólkið til kirkjunnar fer. Og kirkjan bíður sín kristnu grið, og signing veitir og sálarfrið. Og hljómar líða um heiðið víða. — Eg kannast ei klukkurnar við. Ó guð mitt ljúfasta er glatað mér, og aldrei framar í augsýn ber. Og árin líða og auðnir bíða, unz ljóminn af lífinu fer. Stefán frá Hvítadal. I

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.