Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 27
IÐUNN Eiríkur Magnússon: Qróöur jaröar. 269 um hliðum. Að hafa athugað vel alla fleti hennar, er að hafa fengið mjög svo víðtæka sýn út yfir lífið sjálft. En, eins og þegar er sagt, er eigi auðið að ná öllum flöt- unum inn fyrir sjónhringinn í einu. Til þess að ná þeim öllum, verður að taka einn og einn. En það þarf skarp- skygni og tíma, meira en ég á yfir að ráða, til að gera það, svo vel sé, og láta rétt samhengi hvergi skerðast. Því verður hér aðeins horft á þann flötinn, er aðalefni- við sögunnar gefur, en ekki dvalið við önnur viðhorf. En sagan er fyrst og fremst rituð með ákveðna hug- sjón fyrir augum, sem er hinn rauði þráður hennar, þótt aðrir smærri þættir séu ofnir utan um. Hugsjónamaður- inn, framsjáandinn, er ekki einn að verki. Djúpsæi lista- maðurinn hefir hönd í bagga. Hann getur ekki látið sér nægja einhliða mynd. Eðli hans krefst fjölbreytni og samræmis, og því setur hann mörg önnur málverk við hliðina á aðalmálverkinu. Ekki er hægt að ganga blind- andi fram hjá þessum hliðarmyndum, þótt aðalmyndin hljóti að vísu að draga athyglina mest að sér. Og þá líka, ef ekki er aðeins frá listrænu sjónarmiði horft, heldur einnig frá raunhæfu, verður það sú myndin, sem mestu máli skiftir. Lítum þá snöggvast á aðalmyndina — þá myndina, sem óhjákvæmilega stendur skýrast fyrir hugarsjónum vorum að lestrinum loknum. Hún verður ekki gerð skýrari á annan hátt en höf. gerir sjálfur á síðasta blaði bókarinnar. Hann lýsir þar söguhetjunni þannig: »Hann er búandi sveitarinnar í húð og hár, sem ræktar jörðina hlífðarlaust. Maður, endurborinn frá fortíðinni, sem vísar framtíðinni leið,. maður frá þeim tíma er fyrst var ræktuð jörð, landnáms- maður níu hundruð ára gamall, en sem nútíminn þó á«.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.