Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 33
IÐUNN
Qróður jarðar.
275
grýtið holað«. En svitadroparnir hans hafa frjóvgað ak-
urinn, þeir hafa dropið á ósnortna jörðina og vígt hana
í þjónustu mannanna, þegar þeir koma lotningarfullir
og iðjusamir, leitandi ávaxta samsvarandi starfi sínu, en
ekki hrifsa ránshöndum. Og fætur hans mörkuðu fyrstu
sporin. Hverir þeirra, sem á eftir komu — og voru
þeir þó sumir hverir dugandi menn — hefðu orðið til
að koma, ef enginn hefði verið búinn að ganga leiðina
áður?
Þannig er það altaf. Einhver, sem á dirfskuna og
þrautseigjuna og knýjandi þörfina, verður að ganga á
undan til nýrra verka, nýrra hátta. Þeir, sem minna geta
og minna þora, rekja slóðina inn í ónumda landið.
Það er löng leið og ströng frá förumanninum land-
lausa til óðalseigandans, höfðingjans, — og er hér ekki
aðeins átt við þann, sem á og ræktar jörð. En þessa leið
hefir Isak frá Sellanraa fetað og stendur því sem sigur-
vegari í lífinu. Við höfum fylgt Isak að nokkru leyti á
sigurbraut hans, þ. e. a. s. hugur okkur hefir fylgt hon-
um. Má vera að oss detti í hug, að hér sé gotf að vera,
að hér sé lífinu lifað á fagran og fullveðja hátt. Hnossið
sé höndlað og erfitt skeið á enda runnið. Að vísu er
svo að nokkru, og glæsilegt, ef svo væri að öllu. En
kuldanæðingslegur er oft munur veruleika og hugsjóna.
Og því megum við ekki gleyma, að hér er eigi veruleiki
á ferðinni, — lífinu er eigi nú lifað svo. Hér er um að
ræða hugsjón skáldsins, hvernig eigi að lifa lífinu. Og
það er á alt annan veg en því er lifað, og lífrænni.
Allar hugsjónir leitast æ við að íklæðast hjúpi veruleik-
ans og öðlast hið fasta ástand hans. Við verðum að líta
á Isak og líf hans sem fyrirmynd, takmark, bending um
hvernig lífinu skuli lifað. Og hér er um meira að ræða
en aðeins einstaklinginn. »Maður, endurborinn frá for-