Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Qupperneq 39
IÐUNN
QróÖur jarðar
281
á milli ráðvendni og óráðvendni, drengskapar og ódreng-
skapar. En ef annað er lagt til grundvallar, tölum við
full hrifningar um hina heiðarlegu undantekningu — og
sjaldgæfu.
I atvinnulífinu er þessi mælikvarði gildandi. Oftast er
það svo, að vinnuveitandinn lítur á verkamann sinn sem
verkfæri, sem honum beri að nota til fjársöfnunar til að
afla meira gulls en vinnuveitandinn þarf fram að leggja
til hans. Og vinnuþiggjandinn lítur á húsbónda sinn frá
mjög líkri sjónarhæð. Af honum á að hafa svo mikið
gull sem auðið er — undir yfirskyni vinnunnar auðvitað.
En þess er ekki gætt, að til góðs vinar liggja gagnveg-
ir — ef ekki er bjargi misskilnings á veginn velt. —
Svo ætti og hér að vera, því þessir tveir aðilar bera
svo mjög hvor annan uppi, að í raun og veru getur
annar ekki staðist án hins. En að hvor um sig skoði
hinn sem féþúfu, er hið skaðlegasta. Það er verið að
mynda gjá þar, sem einmitt ættu að liggja hinar greið-
ustu og gagnkvæmustu leiðir.
Praktíska hliðin verður aldrei véfengd sem nauðsyn-
leg. En hún má ekki skyggja alveg á hina siðrænu hlið.
En hér er einmitt höfuðsynd hinnar hamrömu vélamenn-
ingar nútímans. Ys og skrölt vélanna, flughraðinn sem
alstaðar ríkir, hið magnaða kapphlaup og umsvifin miklu
— alt miðar að því að framleiða og afla fanga, að fylla
hlöðurnar. Alt annað er fánýtt, því hér er einmitt leiðin
til gæfunnar. Þessu verður naumast lýst öllu betur í
stuttu máli en einmitt þar sem Geissler lénsmaður segir
um námuverkstjórann: Því meira grjóti, sem hann gæti
breytt í peninga, því betra. En í þessum ys og flughraða
og auðmagnsæði eru hin andlegu og siðrænu eigindi
fyrir borð borin.
Hér koma fram gömlu sannindin: Enginn getur tveim-