Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 45
HÐUNN Qróður jarðar. 287 í fótspor hans. Hann er bjargið, sem öfgastraumarnir klofna á. Hann stendur djúpum rótum eins og fjöllin. En nokkra af þeim, sem komu til óbyggðarinnar, og þar á meðal eldra son hans, sem fæddist þar, tók straumurinn. Heimslífsmenn voru þeir, börn aldarháttar- ins, er ætluðu að lifa eftir sínum eigin nótum í hinu nýja ríki. En þar héldust þeir ekki við. Þeir höfðu sínar kröfur, lífið sínar, — og svo ýtir lífið þeim burtu úr nýbyggðinni. Þar geta engir rányrkjendur þrifist; þar á aðeins hinn sanni landnámsmaður heima — sáðmaður- inn yrkjandi. Síðustu leifar umrótsins, sern námureksturinn hafði í för með sér, eru fluttar burt úr byggðinni. Vöru- leifar Aronsens kaupmanns eru fluttar ofan í stórbyggð- ina, þar sem fjöldinn átti heima, sem kaupir allar vörur. Uppi í nýbyggðinni keypti þær enginn; aðrar vörur voru þar gjaldgengar. Þegar varningssalarnir þrír úr nýbyggðinni koma heim, eftir að hafa flutt burtu síðasta vogrekið af heimslífs- hafinu, sem skolað hafði þangað upp, hefst hið nýja ríki friðar og fyllingar. Þar voru nú aðeins yrkjendur eftir. Vogrekið fær að sigla sinn sjó; enginn lætur ginnast af því. En nú er hugað að perlunni í djúpinu. ísak er að sá, er þeir koma heim. Starf sáðmannsins «r höfuðstarfið í nýja ríkinu, því lífið er fyrst og fremst sáning. Hamsun lýsir honum á þessa leið, þar sem hann fetar sáðmannsstíginn: »Hann gengur áfram og sáir, hreinn og beinn risi að vexti og útliti, öldungur. Hann er í heimaunnum klæð- um, ullin af hans eigin sauðkindum, skórnir af hans eig- in kálfum og kúm. Meðan hann sáir, er hann berhöfð- aður, fullur andleiks og lotningar. Hvirfillinn er ber, að öðru leyti er hann kafloðinn; hár og skegg myndar hring um höfuð hans. Þetta er ísak, sveitarhöfðinginn. —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.