Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 48
290 Eirikur Magnússon: IÐUNN má engu skeika. Eitt rangt tak um stýrið, og báturinn molast á skerinu utan við höfnina. En mennirnir sigla altaf í leit að Fiðurhólmunum. Sumir sjá svo afar vel á sjónum; þeir eygja boðana á blindskerjunum, þar sem aðrir sigla að þeim og á þá. Þeir geta ekki bjargað þeim, sem á hafa siglt, en þeir vilja frelsa þá, sem að boðunum stefna. Þeir benda þeim á skerin og hvar innsiglingin er; þeir geta ekki meira. Þeir geta ekki tekið um stýrið og stýrt, hvað sem báts- eigandinn segir. Þessum mönnum má mannkynið vera óendanlega þakklátf. Þeir eru sjáendurnir, sem bregða hlýju og birtu yfir lífið. Hamsun er í fremstu röð þess- ara manna, einmitt fyrir sögu þessa. Hátt á aðra öld er síðan Rousseau reit hin alkunnu orð: Hverfið aftur til náttúrunnar. Þá var þörf fyrir þann boðskap, og er raunar altaf. En þó hefir varla verið nokkru sinni meiri þörf á því, en einmitt nú á tímum, þegar lífið er vafið ótal flækjum og hið grunnfærna, ókyrláta yfirborðsatferli er sífelt að verða algengara. Aldrei hafa þessi orð hærra hljómað, frá því er þau voru fyrst sögð, en einmitt hjá Hamsun í sögu þessari. Þegar hún kom fyrst út, skrif- aði rússneski rithöfundurinn, Maxim Gorki, Hamsun og þakkaði honum fyrir bókina í nafni alls mannkynsins. Það var eigi að ástæðulausu. Hamsun er þar að kynda vita, sem lýst getur sjófarendum leið til Fiðurhólmanna. Að Iokum get ég ekki varist því að líta snöggvast til okkar Islendinga. Getum við horft á strauma þá, sem nú fara um menning álfunnar, horft á þá sem hlutlausir áhorfendur eða dómarar? Það getum við því aðeins,. að við séum utan við þá, en svo er vissulega ekki. Við höfum borist inn í öldukastið eða erum að berast það>

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.