Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Qupperneq 56
298
Guðbrandur Jónsson:
IÐUNN
eða skaut í hæsta lagi inn í orðum eða spurningum,
sem gátu ýtt undir hann að halda áfram að tala. Eg
fann að ég átti að segja sem minst, því gamla mannin-
um var bersýnilega fróun að því að tala móðurmál sitt.
Hann sagði mér frá æfi sinni, sem, þegar öllu var á
botninn hvolft, var harla tilkomulítil, þó að hún hefði
verið tilbreytingarík, og öll á hverfanda hveli. Það var
æfi manns, sem aldrei hafði fest hendur á lífinu, og lífið
aldrei náð tökum á. Hann hafði altaf gengið úr greip-
um þess þegar það hafði reynt að handsama hann. Það
var flökkuæfi blaðamanns, sem hafði þeyzt úr einu
landi í annað, úr einni borg aðra, úr einum ófriði í
annan, frá einum atburði til annars og einu blaði til
annars. Og hlutskipti hans hafði verið hlutskipti blaða-
manns, — að vera við óteljandi atburði riðinn, sem honum
komu ekkert við, og hann hafði engin áhrif á, aðeins til
þess, að sjá þá og heyra, ekki af innri.hvöt sjálfs sín,
heldur til þess, að geta satt forvitni annarra, — nokkurs
konar löggilt Gróa á Leiti, — og ekki takandi annan
og meiri þátt í mannlífinu en ljósmyndavélin, sem hugs-
unarlaust tekur við því, sem upp fyrir henni er brugðið,
af því að einhverja og einhverja langar til að sjá það,
eða sýna það öðrum. Og mér fanst þegar hann var að
segja frá þessu eins og hann myndi hafa lifað þetta alt
í leiðslu — meðvitundarlaust. Það var rétt eins og hann
væri að segja frá einhverju, sem komið hefði fyrir alt
annan mann, en að hann hefði ekki lifað það sjálfur.
Og hann talaði þetta með einhverjum þeim blæ, að mér
fanst það vera málvél, sem væri að segja frá, en ekki
lifandi maður, ekki einu sinni maður, sem einhvern-
tíma hefði lifað.
Svona hélt gamli maðurinn áfram að tala stanzlaust í