Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 59
IÐUNN Rauða rúmið. 301 Mér fanst þetta hálfeinkennilegt tilsvar, en vanst ekki tími til að hugleiða það frekar, því gjaldkerinn hrópaði upp númerið mitt. Þegar ég gekk frá gamla manninum, kvaddi hann mig með þessum orðum: »Auðvitað eruð þér tímabundinn, svo ég kveð yður núna, en ég vona að við sjáumst aptur. Og þér megið reiða yður á, að sú von rætist, því eins og ág sagði yður erum við og tilviljunin eitt, þó að við vitum ekki af því!« Þegar búið var að afgreiða mig, litaðist ég um eptir gamla manninum, en hann var horfinn. Svo gekk ég út í borgina og gleymdi honum aptur yfir því, sem fyrir augun bar. — — — — — — — — — — — — — — — Ég hélt enn áfram flakki mínu svo sem mánaðar tíma. Stöku sinnum datt mér Eyvindur gamli Jónsson í hug. En það fór fyrir mér eins og lífinu, að mér tókst ekki frekar en því að festa á honum hendur í huga mínum, af því hve lítil mök ég hafði við hann átt. Loks var hann alveg horfinn úr hugskoti mínu. Nú var ég kominn á heimleiðina. Ég ætlaði að fara sömu leið og ég kom, og fór því til Vliessingen í því skyni að komast þaðan til Lundúna. Ég kom til Vliessingen á miðjum degi, en gat ekki fengið ferð til Lundúna fyrri en um kvöldið, og var því að hugsa um að bregða mér út í Domburg á meðan og fara þar í sjó, því þar er baðstaður. A leiðinn að braut- arstöðinni kom ég við í höfninni til þess, að vita vissu mína um burtfaratíma skipsins. Meðan ég var þar staddur kom skip frá Lundúnum, og ég staðnæmdist til að horfa á farþegana ganga á land. Og einn af fyrstu mönnunum, sem ég sá á landgöngunni, var Eyvindur gamli Jónsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.