Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Qupperneq 60
302
Guðbrandur Jónsson:
ÍÐUNN
Hann sá mig óðar, veifaði til mín hendinni, og þegar
hann var kominn á land, gekk hann til mín.
»SæIir aptur! Sjáið þér ekki nú, að það er satt, sem
ég sagði um tilviljunina og okkur?« sagði hann og ætl-
aði að fara að buna eins og fyr, en ég greip fram í
fyrir honum.
»Skyldi það ekki öllu heldur vera það, hvað þér eruð
mikill ferðalangur, sem veldur því, að ég seinustu tvo
mánuðina hef ekki getað þverfótað um álfuna án þess
að rekast á yður, og svo auðvitað það, hve hnötturinn
er lítill — blátt áfram kothnöttur®, sagði ég.
Gamli maðurinn leit á mig stundarkorn.
»Sama gæti ég nú sagt um yður. Það er sama hvert
ég fer, þér verðið altaf fyrir mér, svo af því er óvíst
hvor sé meiri flakkarinn, þér eða ég. En það erum við
sjálfir — tilviljunin, sem gjörum hnöttinn að kothnetti.
Það eru hugvitsmennirnir, sem með nýjungum sínum
reyna að draga úr víðerni hans á alla lund. En ég má
ekki vera að þessu lengur. Lestin bíður. Eg er að fara
til Konstantinópel. En við sjáumst aptur, — við sjáumst
aptur, — verið þér viss«. Mér fanst hann líta til mín
eins og brostnu auga þegar hann sagði þetta, og svo
hvarf hann innan um hina farþegana.
Eg hætti við að fara út í Domburg, en settist við
glas af víni og fór að reyna að átta mig á Eyvindi
]ónssyni. En mér sóttist það illa.
Um kvöldið fór ég til Lundúna og hugsunin um Ey-
vind kafnaði í ferðaumstanginu. — — — — — — —
-----Það voru liðin allmörg ár, og ég rak nú læknisstörf
í Reykjavík og vegnaði vel eins og þú veizt. Ég átti og
á annríkt. Það hlóðust á mig fingurmein og kvefpestir,
og endurminningar um Eyvind Jónsson og annað, sem