Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 71
IÐUNN Rauða rúmið. 313 mínu. Þú varst eina tækifærið, sem mér nýttist að, og af því elskaði ég þig. En mér fanst það ekki nóg, ég vildi meira. Það var framgirnin, sem knúði mig á daginn, og taldi mér trú um að hin tækifærin, sem biðu mín, væru meiri og betri en þú. Það fór fyrir mér eins og Evu, sem varð starsýnna á ávöxtinn, sem hún mátti ekki eta, en á hinn, sem hún mátti eta. Og þó að nóttin í rauða rúminu færði mér rósemi tilfinningarinnar fyrir því, sem ég var, þá sigraði dagurinn og hans kendir. Og mér fanst það sjálfsagt að dagurinn sigraði. Mér hafði verið kent það frá barnæsku að ljósið — blessað ljósið — væri öllu framar, og ég fældist myrkrið, sem þó með mjúkri slæðu hylur sjónum manna það, sem þeir aldrei ættu að sjá. En þetta skil ég fyrst nú. Svo reif ég mig upp frá þér. Ég skildi við þig og fór að elta tækifærin á röndum, og hef síðan hvorki séð þig né heyrt. Hverful hjól járnbrautarlestanna hafa borið mig um borg og bý, og altaf námu þau staðar spöl- korn frá markinu — fanst mér. Mér fanst ég altaf vera rétt hjá því, og það knúði mig áfram. En í lífi mínu gjörðist ekkert þessi fimtíu ár. Það var skuggi af vilja, sem barðist við aðra skugga, og því sé ég það nú alt eins og í þoku. Svo kom ég heim í haust eð var. Mér fanst ég myndi nú geta komið mér við hérna. Ég fékk mér litla íbúð, og ég keypti mér húsgögn hjá ruslamangara. Þau voru sízt merkilegri en húsgögnin okkar. En ég keypti þau ekki af því, að mér líkuðu þau, heldur af því, að ég þurfti þeirra með. I svefnklefann minn keypti ég gamalt, eikarmálað rúm, illa leikið, en mér féll það í geð af því, að það var sterkt og hreinar í því línurnar. Og þegar ég kom uppí á kvöldin fanst mér mér hvergi hafa liðið eins vel og þar. Þar breiddist yfir mig mild rósemi. Og mér þótti vænt um rúmið. Ég reyndi ekki að gjöra mér aðra

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.