Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 74
316 Guðbrandur Jónsson: Rauða rúmið. IÐUNN var í gömlu myndinni og skeytir við nýrri fegurð og nýjum gæðum, og hættir ekki fyr en hann er búinn að fullgjöra listaverkið. En uppkastið — og hann hlýtur að eiga stórt safn af uppköstum — rykfellur í friði um aldir alda. Og mér finst það vera vísbending örlaganna, að þau skuli krefja mig andarinnar í gamla rauða rúm- inu okkar, vísbending um það að þau fimtíu ár, sem liðin eru frá því að rúmið var glórautt og nýtt, og ég ungur og óreyndur, séu mér fyrirgefin, þurkuð út, og að þau hafi ekki verið til. — — — liér þrýtur bréfið og saga Eyvindar gamla. — — — — Við þögðum um stund og hlustuðum á þytinn í storminum. »Það er eins og maður heyri másið í járnbrautarlest«, sagði læknirinn og kveikti á rafljósunum. Gunnar Benediktsson: Við þjóðveginn. Höfundurinn hefir fengist við sháldskap áður og sýnt að hann var efni í skáld. Þessi saga hans sýnir ótvíræft, að hann er skáld. Eg hefi heyrt, að í nýútkomnum ritdómi um þessa bók sé því haldið fram, að hún sé aðeins propaganda fyrir jafnaðarstefnuna en enginn skáldskapur. Þar er haft hausavíxl á hlutunum. Hún er fyrst og fremst skáldskapur, en hún er líka propaganda fyrir jafn- aðarstefnuna og þá um Ieið hið lang bezta, sem skrifað hefir verið á landi hér þeirri stefnu til stuðnings. Og um söguna flæða straumar mannúðar og mildi. Skáldið á í ríkum mæli þann eiginleika, sem hverju sönnu skáldi er nauðsynlegur: Hárnæman skilning á sálarlífi manna. Hann er spekingur, er kunnugur er í heimi sálarlífsins. Segja

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.