Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 77
IÐUNN Ritsjá. 319 og örlög manna. Þær eru læsilegar, sumstaðar prýðilega skrifaðar. En það vantar í þær þann heilaga eld, sem skapar mikla list. Undir niðri streymir þó all-þung ádeilu-alda. Og í síðari sög- unni brýst hún fram, en þvi miður verður sagan um leið með dá- litlum reyfarablæ. Fyrri sagan: Æska og ástir er miklu listrænni en hin síðari. Hvernig höfundurinn teflir þar fram stúdentinum (sem síðar kem- ur fram og er þá orðinn læknir) minnir á sanna list og er jafn- vel sönn list. Þar er lýst hinu eilífa unga, sem engin list getur verið án. Þau einkenni höfundar gefa mér von um, að hann eigi í sér enn þá ríkari skáldæð, en sögur þessar bera með sér. Annars virðist sagan vera aðallega ádeila á „eina af meinsemd- um hjónabandsins“ „Tendens“-skáld fórna stundum listinni á altari tilgangsins. Og í þessari sögu gætir tilgangsins meira en listarinnar. Síðari sagan heitir: Tvennir elskendur. Hún er einnig mjög læsileg, en í henni veður tilgangurinn uppi. Sagan sýnir að vísu örlög mannssálna, en aðallega er hún „innlegg" í þjóðfélagsmálin. Þar takast á auðvaldsstefna og öreigastefna. Sá vaxandi áhugi með- al présta (sbr. G. Benediktsson: Við þjóðveginn) á þjóðfélagsmál- unum, sem sjá má af ýmsu nú á tímum, er gleðilegur. Sannfæring mín er sú, að kirkjan standi og falli með því, hvernig hún tekur afstöðu til þeirra mála. Og séra Stanley Melax hefir greitt þarna Torfalögin, en listin hefir orðið að lúta í lægra haldi fyrir vikið. — Karl Lárusson skýtur ekki Baldur Sveinsson af því að hann sé blindur ofstækismaður, ekki af því að hann sé jafnaðarmaður en hinn atvinnurekandi, eins og sagan gefur óneitanlega í skyn. Hann gerir það af því, að hann er óstjórnlegur skapmaður, sem hefir mist hið dýrmætasta er hann átti, hreinleik unnustu sinnar. — Þegar eldur ástríðnanna logar, hverfa mismunandi skoðanir á stjórnmálum ! Báðar sögurnar segja frá skipbrotsmönnum. Lífið er miskunn- arlaust og kremur hóglátlega og kurteislega þá, sem brjóta lög- mál þess. En í sögulokin hvorutveggju roðar fyrir komandi degi. Uppeldi ungu kynslóðarinnar á að miða að því, að ala upp hrausta tápmikla og sanna menn. Einar Þorkelsson: Ferfæflingar. „Milli manns og hests og hunds hangir Ieyniþráður“, — kvað Matthías. Prýðilega hefir verið lagt út af þeim texta í þessum dýrasögum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.