Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 81
IÐUNN Ritsjá. 323 rita um jafnaðarstefnuna hefir Jafnaðarmannafélag íslands tekið sér fyrir hendur að velja eina bók, er leitt gæti íslendinga í allan sannleika um stefnu þessa. Valið hefði vart getað tekist betur. Þýðingin mun vera ágæt; sá er þetta ritar, hefir þó ekki lesið bókina á frummálinu. En þýðandinn, Vngvi jóhannesson, er auð- sjáanlega maður sem hefir næman smekk fyrir hreinu og fögru máli og kann góð tök á því. Hann virðist og líklegur til að verða þjóð sinni þarfur. A þessu ári hefir hann auðgað íslenskar bók- mentir með þýðingum á tveim ágætisritum, hvoru á sínu sviði — Oscar Wildes „Ur djúpunum“ og þessarí bók um jafnaðarstefn- una. Væri vel ef svo yrði áfram haldið. Þörfin er brýn á að snúa erlendum úrvalsbókum á íslenska tungu. A. H. Hamingjuleiðin eftir O. Swett Marden. Þýtt hefir Árni Ólafsson. Bók þessi ber nýjan rétt á borð fyrir íslenska lesendur. Er hún súgur af andlegri öldu, sem á meðal margra annara nú á síðustu tímum hefir risið upp úti í löndum og hæst hefir hafist í Ameríku; kallast þar „New thought" og „Nýhyggja" á íslensku. Margir virðast hafa ríka tilhneigingu til að fordæma allar þessar svo nefndu „nýju stefnur“: andahyggju, guðspeki, yoga, nýhyggju. Telja sumir þær jafnvel sfórskaðlegar íslenskri menningu og forn- bókmentum vorum, segja þær séu kveifarlegar og siðspillandi hræsni samanborið við Völuspá og Hávamál. „Nýju stefnurnar“ eru dæmdar óalandi. En þetta er misskilningur og hlægilegur þjóðrembingur, mikið hættulegri en „nýju stefnurnar". Auðvitað þykir okkur öllum hjartanlega vænt um fornritin okkar. Og það er heilög skylda okkar að halda þau í heiðri. En áfram verðum við þó að halda með menningarstraumum tímans. Og það getur engan veginn verið skylda okkar að snúa okkur úr hálsliðnum vegna fornritanna, eins og nærri lætur um suma mjög dáða rit- höfunda vora. Einu sinni reis menningaraldan kannske hæst hér á Islandi. Nú er orðið Iangt síðan það var. Lofum nýjum stefnum að flæða yfir landið, þótt frá útlöndum komi, og hirðum það besta úr öllu, veljum og höfnum. Ekki hættum við að lesa og læra Hávamál fyrir því. Munum við þá sjá að „nýju stefnurnur" eiga og nokkuð skylt við íslenskt þjóðareðli, sbr. „íslensk yoga“, rit- gerð í Iðunni eftir próf. S. N. og formálann fyrir þessari bók: Hamingjuleiðin, eftir þýð. cand. phil. Árna Ólafsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.