Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Qupperneq 5
IÐUNN
Skáldsögur og ástir.
315
um kærleikann — að án hennar væri rómur mannanna
sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Þeir hafa
haldiö ])ví fram, að sá maður, sem einhverra hiuta
vegna — hvort sem f>að væri vegna ytri aðstöðu eða
fyrir innri fátækt — færi á mis við að lauga sig í lind
ástarinnar, hefði i raun réttri fyrirgert sál sinni. Hanrí
hefði mist af hinni dýrustu og dýpstu reynslu, sem for-
sjónin hefði fyrirbúið börnum mannanna. Nú er hitt og
annað, meðal annars í íslenzkum bókmentum, sem
bendir í þá átt, að gagngerð breyting kunni að vera
fyrir dyrum í þessum efnumi, og það er til þess að1
vekja athygli á þeirri breyting, sem þessi grein er rituð.
Breytingin, sem fyrir dyrum virðist standa, er sú, að
trúin á gildi ástarinnar fari þverrandi. VerÖi úr þessu,
er óhjákvæmilegt, að þetta hafi svo mikil áhrif á hugs-
analífið yfir höfuð, að jafna megi til gagngerðustu
hyltinga í sögu mannsandans. En að breytingin sé alls
ekki óhugsanleg, má meðal annars marka af því, að því
fer fjarri, að þessi trú á ástina og gildi hennar hafi
ávalt fylgt miannkyninu eða sé rótgróin í mannJegu eðli,
þótt hún hafi verið aflmikil á síðari tímum. Vér islend-
ingar eigum manna hægast með að átta oss á þessu, því
að bókmentirnar frá forfeðrum vorum, sem þjóðin hefir
svo lengi nærst á, bera það með sér, að þótt þeirrar
tíðar menn hafi þekt afl ástarinnar og ástríðnanna, sem
fylgja aðdráttarufli kynjanna, þá líta þeir miklu fremur
á það sem eyðandi afl og hættulegt, heldur en að þaðr
styðji að endurlausn mannsins og dýrmætastri reynslu.
Enginn fær iesið Völsungu án þess að verða var við
þessa tilfinningu. Ástin er upphaf hvers konar óham-
ingju og ieggur líf drengilegra manna og kvenna í
auðn. Jafnvel goðin verða að gjalti og missa jafnvægið,
þegar blindur straumur ástar-ástríðunnar steðjar að